Tvö hótel í Kaupmannahöfn

Ferðir

Um daginn sagði ég, að miðja Kaupinhafnar væri Kóngsins Nýjatorg, þaðan sem kílómetri er til Ráðhústorgs og Hafmeyjar, Østersøgade og Christianshavn. Í nágrenni torgsins er fátt um hagkvæm hótel, því miðja verður óhjákvæmilega dýrari en útnári. Það kostar að spara samgöngutæki. Hef þó rekið augun í tvö hótel, sem freista umfram önnur. Annað er Hotel Opera við Tordenskjoldsgade, að baki Konunglega leikhússins. Þar fann ég verðið 13.000 íslenzkar krónur á nóttina. Hitt er litlu fjær, Hotel Copenhagen Strand við Havnegade. Þar fann ég verðið 15.000 krónur. Bæði eru í áttina að Kristjánsborg og Knippelsbro.Kongens Nytorv