Tvíverknaður á Miklubraut

Punktar

Árum saman hefur oft verið bent á þægilega lausn á umferðarteppu Miklubrautar við Klambratún og slit á tengingu hennar við Lönguhlíð. Setja Miklubraut í stokk og stækka túnið í þágu gangandi og hjólandi fólks. Í staðinn var brautin lækkuð um einn metra með dýrum grjótveggjum. Nú er þeirri skrítnu framkvæmd lokið. Þá loks segir samgöngustjóri borgarinnar, að eftir nokkrar vikur komi skýrsla um að setja Miklu­braut í stokk milli Kringlu­mýr­ar­braut­ar og Snorra­braut­ar. Af hverju var þá sett stórfé í lækkun brautarinnar á þessum kafla? Það er tvíverknaður, sem léttir umferðina ekki neitt. Í samgöngum höfuðborgarinnar virðist skorta verksvit.