Tvísaga um kosningar

Punktar

Ríkisstjórnin er tvísaga um skilyrðingu kosningamánaðar. Einstakir ráðherrar eru jafnvel tvísaga. Framsókn keypti stól forsætisráðherra út kjörtímabilið í skiptum fyrir haustkosningar. Bomba draugsins sprakk svo í miðri skák. Engin svör fást við spurningum um skilyrðin. Listinn lengist og dregst saman á víxl. Stundum er sagt, að friður um þrjár greinar í stjórnarskrá sé meðal skilyrða. Tillaga nefndarformanns er þó svo fráleit, að aldrei næst samkomulag um hana. Ráðherrar og flestir þingmenn Sjálfstæðisflokks eru sáttir við haustkosningar, en þingfífl Framsóknar fá grænar bólur við hugsunina um yfirvofandi fall sitt.