Tvíburarnir og takmörkin

Punktar

Tvíburarnir á Seltjarnarnesi þekkja ekki mörkin, þegar þeir ofsækja sér minni máttar. Tvíburarnir á Ásvallagötu í gamla daga kunnu þau hins vegar, þegar þeir ömuðust við okkur félögunum. Sama er að segja um ofbeldisseggi. Í gamla daga slógust þeir fyrir utan félagsheimilin, unz andstæðingurinn var fallinn í götuna. Þá hættu þeir, af því að þeir höfðu unnið. Nú til dags byrja lætin fyrst, þegar andstæðingurinn er fallinn. Þá byrja spörkin í höfuðið og önnur fólska, sem ég ímynda mér, að sé ættuð úr ofbeldisfullum bandarískum bíómyndum og kvikmyndaþáttum, sem tröllríða þessu landi.