Tvenns konar þjónusta

Punktar

Framtíðina sáuð þið í sjónvarpsfréttum í gær. Meðan Landspítalinn verður látinn grotna niður í fátækraspítala, mun einkaspítalinn rísa í Smáralind. Þar fá þeir allra auðugustu þjónustu, meðan fátæklingar og miðstéttir sæta almannaþjónustu í rústum gamla tímans. Engilsaxneskur tími gengur í garð að hætti Bretlands og Bandaríkjanna. Stéttaskipting magnast og mörgum á eftir að verða hverft við. Héldu sig vera í efri miðstétt og mundu njóta svipaðra þæginda og hinir ríku, sem stálu þjóðarauðnum. Svo verður ekki, fjölmennar miðstéttir sökkva í sama fen vonleysis og fátæklingarnir. Stéttaskiptingin magnast hratt. Ísland í dag.