Tvenns konar merking

Punktar

Kelloggs og aðrir seljendur sykurblandaðrar vöru í Bretlandi hafa gripið til vopna gegn nýjum reglum um sykurblandað morgunkorn og mjólkurvöru. Undir forustu Kelloggs hafa Unilever, Nestlé og fleiri aðilar sameinazt um annað kerfi merkinga, sem á að gera þeim kleift að bjóða börnum nokkurn veginn óbreytt gotterí. Flest bendir því til, að tvö kerfi verði á merkingum umbúða, annars vegar rauð-gul-grænar merkingar heilbrigðisyfirvalda og hins vegar kerfi ráðlagðra dagskammta frá framleiðendum. Einnig ætla sölumenn gotterís í morgunmat að kæra auglýsingabannið.