Tvenns konar fíkn

Megrun

Ég get mér þess til, að tvenns konar fíkn valdi töluverðu um offitu fólks nú á dögum. Sumpart er fólk fíkið í verknaðinn að éta. Það er friðlaust, ef snakk skortir við sjónvarpið. Hefur vanizt gosdrykkjum og sælgæti frá æsku. Sumpart er fólk fíkið í efni í matnum og þá helzt í sykur og hveiti. Ég sé af sjálfum mér, að mig langar ekki í meira hrásalat, fisk og kjöt eftir hæfilegan skammt. Get hins vegar étið óæti eins og djúpsteiktar kleinur viðstöðulaust upp úr 2500 kaloríu plastpoka, þegar ég keyri austur fyrir fjall. Af framangreindu ræð ég, að offita liggi oft í tvenns konar fíkn.