Tvenns konar blogg

Punktar

Góður skilnaður er að vera í bloggi. Annars vegar eru nafngreindir, sem skrifa undir fullu nafni og eru lesnir. Hins vegar eru nafnlausir, sem skrifa fyrir vini og ættingja eða til að fá útrás. Ótrúlega margir hinna síðarnefndu eru geðveikir, svo sem sjá má af skrifum þeirra, til dæmis á Barnalandi. Hinir fyrrnefndu bera suma hinna síðarnefndu á bakinu með því að leyfa þeim að skrá nafnlausar athugasemdir neðan við sín skrif. Með því eru hinir nafngreindu að taka ábyrgð á hinum nafnlausu. Siðferðileg ábyrgð hvílir á öllu nafnlausu bloggi, fyrst hjá eiganda síðunnar, síðan hjá netmiðli og síðast hjá netþjóni.