Tveir sljóir valdakarlar

Punktar

Evrópusambandið hefur tvö augljós vandamál, Barroso og van Rompuy, leiðtoga sambandsins. Skilja ekki erfiðleika sambandsins, viðvarandi lýðræðishalla, valdalítið þing og áhugaleysi íbúa aðildarríkjanna. Takist ekki að laga það, fær annars frábært bandalag hægt andlát. Evrópusambandið verður að eiga rúm í hjörtum fólks, annars skorpnar það eins og Heilaga Rómverska Keisaradæmið í Vínarborg. Einnig þarf að ryðja burt þrýstihópum, sem vilja samning Evrópu og Bandaríkjanna um erfðabreyttan mat og réttarstöðu fjölþjóðafyrirtækja sem fríríkja. Bandalagið þarf að vera fyrir almenning, ekki fyrir bófaflokka.