Við höfum fengið skárri ríkisstjórn og erum næstum búin að losna við Davíð. Tvennt gott. Alþingi getur gert tvennt til viðbótar til að gleðja okkur. Í fyrsta lagi leyfa óraðaða framboðslista frá og með kosningnum í apríl. Í öðru lagi smíða ferli stjórnlagaþings. Ég hef áður útskýrt, að auðvelt er að meðhöndla óraðaða lista á atkvæðaseðlum. Ekki er flóknara að gangsetja stjórnlagaþing. Fræðimenn setji í sumar upp ýmsa kosti, sem gætu átt heima í stjórnarskrá. Í haust verði stjórnlagaþingið svo kosið. Það taki afstöðu til kostanna frá sérfræðingunum. Niðurstaðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.
