Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð haga sér eins og bullur. Geta ekki verið á móti IceSave samkomulaginu, en eru það samt. Flokkar þeirra bjuggu til vandamálið, sem lauk í IceSave. Ég get verið andvígur þessu samkomulagi, því að ég bjó ekki til vandann. Sama er að segja um flesta fræðimenn og allan almenning. En Sjálfstæðið og Framsókn hafa ekki slíka vörn. Höfundar að eftirlitslausu kerfi einkabanka verða að horfast í augu við afleiðinguna. Undir stjórn fyrri flokksforingja grófu tveir flokkar undan fullveldinu. Arftakarnir geta ekki talað eins og flekklausir, hvorki Bjarni né Sigmundur.
