Tveir elliflokkar

Punktar

Það er ekki Framsókn, sem er elliflokkur landsins, heldur Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn Stuðningur við þá tvo flokka er öfugur píramíði. Er mestur í elztu aldurshópunum og minnstur í þeim yngstu. Þeir eru eins og Mogginn, sem ekki er lesinn af fólki undir fertugu. Smám saman leiðir þetta til færri stuðningsmanna, því að þeir deyja fremur en annað fólk. Loks verða elliheimilin full af kjósendum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, sem stauta sig gegnum minningargreinar í Mogganum. Þegar flokkar byrja að eldast, er harðsótt að snúa því við. Með gömlu naglana enn við flokksvöld.