Tvær milljónir á mann

Punktar

Þórólfur Matthíasson hagfræðingur hefur verðmetið tjón þjóðarinnar af hruni efnahagslífsins. Meiriparturinn af tjóninu eru bara pappírar, sem fyrirtæki eiga hvert í öðru og hvert hjá öðru. Það eru ekki raunveruleg verðmæti. Af 24 milljörðum dollara stendur þá eftir fimm milljarða dollara skuldaaukning þjóðarinnar. Áætla má, að það nemi um tveimur milljónum króna á hvern íbúa. Það er herkostnaður okkar af Geir, Ingibjörgu og Davíð, fjármálaeftirlitinu, fimm bankastjórum og tíu útrásarvíkingum. Nítján manns, meira er það ekki. En við eigum auðvitað enn eftir að losa okkur við völd þessa skítapakks.