Tvær jafnar blokkir

Punktar

Ástæða er til að skoða vandlega fylgistölur úr nýjustu skoðanakönnun MMR, sem tekin var 22.-29. ágúst. Sjálfstæðisflokkurinn fær þar 24,6%, Framsókn 10,6% og Viðreisn 8,8%. Samtals eru þetta 44% hægra fylgi. Á móti hafa Píratar 22.4%, Vinstri græn 12,4% og Samfylkingin 9,1. Samtals eru þetta 43,9%, sami styrkur og á hægri vængnum. Við getum kallað þetta tvær jafnvígar hægri og vinstri blokkir. Aðrir flokkar ná ekki manni inn. Þetta sýnir, að litlar líkur eru á, að þjófræði hægri flokkanna verði rutt úr vegi. Stóri bófaflokkurinn og Evrópubrotið úr honum hafa þriðjung atkvæða! Píratar verða að standa sig betur.