Túristi kvartar um túrisma

Ferðir

“Íslandsvinur forðast ferðamannastaðina” las ég í villandi fyrirsögn fyrir skömmu. Á íslenzku þýðir þetta: “Túristi kvartar um túrisma”. Slíkt orðalag sýnir þverstæðu þessarar skoðunar. Túristar taka ástfóstri við staði, kvarta svo um, að þar fjölgi túristum. Túristar vilja nefnilega ekki hafa aðra túrista kringum sig. Að baki þverstæðunnar er hætta á, að túristar forðist staði of mikils túrisma. Það leiðir til fækkunar túrista og staðurinn verður því aftur fýsilegur. Líklega er þarna eitthvert optimum, sem er betra en maximum. Þýðir væntanlega einhvers konar ítölu á álagstímum. Er hún góð?