Tungumélin eru bönnuð

Hestar

Um helgina bannaði landssamband hestamanna réttilega notkun tunguméla, sem meiða og pína hross. Byggist á lögfræðiáliti, sem segir, að slík ákvörðun sé á valdi sambandsins. Tekur nú þegar gildi og mun gilda á mótum og sýningum hestamanna í sumar. Í haust verður það svo lagt fyrir landsþing hestamanna til frekari staðfestingar. Hins vegar gildir þetta ekki um kynbótasýningar, sem eru á vegum hrossabænda, ekki hestamanna. Félag hrossabænda hefur eins og félag tamningamanna neitað að styðja bannið. Vegna aðildar bænda að Landsmóti hestamanna á Hellu verða tungumélin því leyfð þar í kynbótasýningum eingöngu.