Tuddinn í Bolungarvík

Punktar

Valdimar Lúðvík Gíslason spillti eða lét spilla rúmlega aldargömlu húsi í Bolungarvík. Fannst það vera fyrir umferðinni og valda slysahættu. Þar á ofan taldi hann sér ranglega trú um, að húsið væri ekki það upprunalega. Á grunni fádæma sjálfstrausts hins fáfróða taldi hann sér brýnt að spilla húsinu. Gott er, að fleiri taki ekki upp þann sið að spilla því, sem þeir ímynda sér vera óhentugt eða hættulegt. Næsta skref væri að spilla þeim, sem maður ímyndar sér, að séu óhentugir eða hættulegir. Firra Valdimars í Bolungarvík er gott dæmi um tuddaskap gagnvart landi og sögu þjóðarinnar. Gott efni í ráðherra.