Okkur ber ekkert að borga umfram skuldbindingu ríkisins vegna glæpastjóra Landsbankans. Við skulum ekki borga horfinn sparnað brezkra sveitarfélaga og samtaka. Íslenzka ríkið átti ekki Landsbankann, ekki Kaupþing, ekki Glitni. Tökum bara ábyrgð á 20.000 evrum hjá venjulegu fólki. Í Bretlandi skulum við þó mínusa tjónið, sem Gordon Brown olli Íslandi með því að láta sem tuddi í glervörubúð. Verðfelldi eignir íslenzkra banka í Bretlandi með hryðjuverkalögum. Lýsti yfir, að Ísland væri tugmilljarðaþjófur. Honum ber að borga það tjón, enda hefur hann borið sig borginmannlega sem greiðandi.