Trylltir verkfræðingar

Punktar

Því oftar sem ég fer austur yfir fjall, því meira undrast ég mannvirkin við Kolviðarhól og nágrenni. Þar hafa verkfræðingar leikið lausum hala með alls kyns furðuskrímsli. Risavaxin rör eru þar í alls kyns hlykkjum og fjölbreytt vélastæði úti um allar trissur. Fullkomið virðingarleysi við Ísland. Síðan hefur komið í ljós, að verkfræðingarnir, sem virkjuðu, vissu ekkert, hvað þeir voru að gera. Þeir kunna ekki að losa sig við affallsvatn, án þess að það valdi jarðskjálftum. Stór svæði eru stórskemmd af brennisteinsvetni. Eiturgufuna leggur alla leið út á Seltjarnarnes. Þetta gengi er ekki í lagi.