Trump rokinn burt

Punktar

Donald Trump fór snemma af sjöveldafundinum í Québec. Allir aðrir forsetar og forsætisráðherrar voru ósammála honum í öllum einstökum atriðum. Þeir vildu ekki bjóða Rússlandi Pútíns aðild að sjöveldafundunum. Og skömmuðu Trump óspart fyrir að efna til tollastríðs við bandalagsríkin; að falla frá Parísarsamkomulaginu um varnir gegn eitrun andrúmsloftsins. Aldrei hefur verið annað eins ósætti á fundum vesturveldanna. Trump er farinn af fundinum. Það er eins og hann vilji rífa niður allt, sem byggt hefur verið upp í vestrinu eftir kalda stríðið. Eftir brottför hans lýstu leiðtogarnir hver fyrir sig yfir óánægju með hegðun hans á fundinum.