Trúin er skæð

Punktar

Stríðið milli Eþiópíu og Sómalíu er stríð milli kristinna og múslima. Flest stríð í heiminum hafa runnið í þann farveg síðasta hálfan annan áratug. Balkanstríðin fyrir áratug voru stríð orþódoksa, kaþólikka og múslima. Borgarastríðin í Líbanon hafa verið milli kristinna og múslima. Stríðið gegn Írak og Afganistan eru krossferðir kristins Bandaríkjaforseta gegn múslimum. Um leið og deilur heimsins komast í klær hinna trúuðu, er voðinn vís. Trúarbrögð eru orðin eitt af stærstu vandamálum mannkyns. Undir skikkju þeirra eru mestu voðaverkin framin.