Trúartengd morð

Punktar

Morðin í Kaupmannahöfn tengjast íslam eins og morðin í París. Í öðru tilvikinu var ráðist gegn næsta umhverfi teiknara, sem sakaður hafði verið um að móðga spámanninn Múhameð. Í síðara tilvikinu var ráðist gegn næsta umhverfi gyðinga. Hvort tveggja líktist að þessu leyti morðunum í París. Þetta voru ekki aðeins verk ruglaðra einstaklinga, heldur einnig trúartengd morð. Ýmsar túlkanir á orðum spámannsins hvetja til slíkra verka. terroristasamtökin ISIS beita fyrir sig skrifum höfundarins Abu Bakr Naji. Ýmsir róttækir klerkar múslima mæla líka með hryðjuverkum. Meðal of margra múslima er leiðin of stutt út í slíkar öfgar.