Trúarofstæki á fullu

Punktar

George W. Bush Bandaríkjaforseti magnar þessa dagana ofstæki í trúmálum. Hann lýsti nýlega yfir, að þróunarkenning Darwins væri bara kenning, þótt mikið af vísindum nútímans noti hana sem staðreynd. Ennfremur lýsti hann yfir, að æðri hugsun sé að baki þróunar, þótt ekkert af vísindum nútímans noti sér það sem forsendu. Mikið æði er nú í Bandaríkjunum, einkum í biblíubeltinu, þar sem menn keppast við að líma inn í skólabækur aðvaranir gegn þróunarkenningu Darwins og ábendingar um, að kenningin um æðri hugsun að baki þróunar eigi líka að vera til athugunar í kennslu í raunvísindum.