Þegar Póllandi losnaði undan oki kommúnismans árið 1989 báru 92% Pólverja
traust til kaþólsku kirkjunnar. Það hefur nú fallið niður í 46% og lækkar
enn. Þetta þýðir, að ofurtrúuð Bandaríkin hafa þar minna fylgi en þau
héldu. Austur-Evrópa er að verða eins vantrúuð og Vestur-Evrópa. Í
Frakklandi og Hollandi er íslam að verða útbreiddasta trúin. Því er von, að
mönnum í Evrópu hætti að verða um sel og vilji stöðva stefnu fjölmenningar.
Gjá er milli trúarofstækismanna í Bandaríkjunum og múslima annars vegar og
hins vegar Evrópumanna, sem vilja leiða trúarbragðadeilur hjá sér.
