Einkennilegast við stjórn Reykjavíkurlistans á síðasta kjörtímabili voru sinnaskipti hans í mislægum gatnamótum. Eftir að hafa byggt gagnleg mót af því tagi víða við Miklubraut, Hafnarfjarðarveg og Reykjanesbraut, fékk hann hland fyrir hjartað, þegar seint og um síðir kom röðin að horninu við Kringluna. Þá fundu Reykjavíkurlistinn og arfaflokkar hans skyndilega allt til foráttu slíkum gatnamótum. Þeir virtust hafa fengið trúarlega opinberun eins og Páll postuli á fjallinu. Þetta mál dugði til að fella fimmta mann Samfylkingarinnar og þar með meirihlutann.