Trúa spunakerlingum

Punktar

Áhrifavaldar á Vesturlöndum trúa spuna fyrirtækja betur en dagblöðum, samkvæmt rannsókn Edelmans. Niðurstöður fyrir Ísland voru birtar í Fréttablaðinu í gær. 57% trúa upplýsingum frá fyrirtækjum, en 42% trúa greinum í dagblöðum. Ekki er von, að vel fari í heiminum, þegar lygin er tekin fram yfir sannleikann. 66% trúa sjónvarpsfréttum, þótt ég hafi hvergi séð líkur þess, að sjónvarp sé sannari fréttamiðill en dagblöð. Raunar eru flestar fréttir, sem máli skipta, upprunnar í dagblöðum. Samkvæmt Edelman eru vestrænir “áhrifavaldar” illa upplýstir. Það skýrir margt.