Trúa möntru bófanna

Punktar

Svokallað Stokkhólms-heilkenni felst í, að fórnardýr elska og styðja kvalara sína. Algengt meðal gísla, sem sitja lengi í gíslingu. Á Íslandi kemur þetta heilkenni einkum fram í að fólk styður pólitíska kvalara sína. Lætur atkvæði sitt til dæmis falla í hendur bófaflokka, sem starfa aðeins fyrir kvótagreifa og aðra auðgreifa. Ekki nóg með það, heldur styður þetta fólk kenningu greifa um, að auðlindin muni að öðrum kosti falla í hendur Evrópusambandsins. Fólk þarf auðvitað að vera fáfrótt til að ganga svo langt í Stokkhólms-heilkenni sínu. Eigi að síður trúa tugþúsundir Íslendinga þessari möntru bófaflokkanna.