Tröllaháls

Fá Hlöðuvogi í Kolgrafarfirði um Tröllaháls og Hraunsfjörð að vegamótum þjóðvega 56 og 54.

Tröllaháls er djúpt skarð milli Öxarhamars að sunnanverðu og Gjafa að norðanverðu. Þar var fyrrum aðalleiðin milli Kolgrafarfjarðar og Hraunsfjarðar. Fremur bratt er upp á hálsinn að vestanverðu og liggur gatan þar í sneiðingum, en er aflíðandi að austanverðu. Árnabotn er talið argasta kot sýslunnar. Þar sér ekki til sólar mikinn hluta ársins. Um Árna Ólafsson í Botni er þessi vísa: “Árni í Botni allur rotni, / ekki er dyggðin fín. / Þjófabæli, það er hans hæli, / þar sem að ekki sólin skín.”

Förum frá Hlöðuvogi austur um Hrauntungur á Tröllaháls og síðan austur Hálskinnar í Árnabotn í Hraunsfirði vestan undir Krákuhyrnu. Síðan norðaustur um Berserkjahraun að vegamótum þjóðvega 56 og 54.

13,3 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Vatnaheiði, Kerlingarskarð, Berserkjagata.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort