Trikkið við aðferðina

Megrun

Trikkið við aðferðina, sem ég lýsi, er, að hún fær líkama, sál og huga í lið með þér. Í fyrsta lagi með því að ofbjóða þér ekki með of breyttu mataræði og of mikilli megrun. Í öðru lagi með því að dansa ekki kringum vogina, heldur leggja áherzlu á breyttan persónuleika. Á langri leið grípur þú þannig upp hæfni, sem gerir þér kleift að fara á leiðarenda. Jafnvel niður í kjörþyngd, ef það er markmið þitt. Vandinn við offitu er, að hún er ekki sjúkdómur í fitunni, heldur í röngum boðskiptum í heilanum og í brenglaðri persónu. Þú þarft að ná þeirri hugarró, sem er nauðsynleg til að ná varanlegum árangri.