rlendir aðilar, sem máli skipta, treysta ekki Íslendingum. Fyrst og fremst treysta þeir ekki Davíð. Hann bjó ekki bara til nýfrjálshyggju í fjármálum, heldur breytti hann að lokum kreppu í hrun. Þeir treysta ekki ríkisstjórn Íslands, telja hana ekki skipaða frambærilegu fólki. Hún hefur gert hver mistökin á fætur öðrum í ferli kreppunnar yfir í hrun. Erlendir aðilar vita lítið um fólkið í landinu, en dæma það eftir Davíð, Geir, Björgvin, Árna o.s.frv. Erlendir aðilar, sem máli skipta, telja Íslendinga upp til hópa vera glæpahneigð og ábyrgðarlaus fífl. Og hafa því miður rétt fyrir sér.