Traustur trúarhávaði

Punktar

Mér finnst hávaði frá kirkjum vera í góðu lagi, upp að vissu marki. Setja þarf mörk við hljóðstyrk kirkjuklukkna og hringingum að næturlagi. Núverandi ástand er í góðu lagi. Sama er að segja um annan trúarhávaða, til dæmis frá moskum. Í góðu lagi er að heyra bænaköll, upp að vissu marki hljóðstyrks og tímasetninga. Um alla Evrópu og Miðausturlönd er hávaði af þessu tagi hluti af menningu og siðvenjum staðarins. Þetta eru meðal þeirra atriða, sem gefa lífinu gildi. Mér finnst líka, að innleiða megi trúarlegar skrúðgöngur, er einkenna kaþólsk lönd. Þótt margir efist um trúarsetningar, eru helgisiðir í sjálfu sér mikils virði.