Trampólín án ábyrgðar

Punktar

Skemmtileg frétt birtist í Blaðinu í fyrradag innan um kynningar þess á vöru og þjónustu. Fréttin gagnrýnir fréttamann Stöðvar 2 og endar á textanum: “Óljóst [er] hvaða tilgangi trampólínsölutölur Húsasmiðjunnar áttu að þjóna inni í frétt af trampólínslysum, því ekki ber Húsasmiðjan ábyrgð á tjóni þeirra sem slasast.” Mikilvægt er, að Blaðið sé á vaktinni gegn því, að illir fjölmiðlar abbist upp á valinkunn fyrirtæki, sem selja úrvalsvörur. Raunar má útfæra þessu skemmtilegu áminningu á ýmis svið og siðbæta þannig umræðu annarra fjölmiðla í pólitíkinni og viðskiptalífinu.