Tortóla inn á hvert heimili

Punktar

Dagur verkalýðsins kallar á slagorð, er hæfa hagfræðingum Alþýðusambandsins, sem tóku trú á úreltu brauðmolatilgátuna. Slagorð, sem varpa ljósi á mikilvægi Salek-samkomulagsins, er bindur launafólk í fjötra. Stétt með stétt, eins og hjá Mussolini heitnum. Nú fossa árlega tugir milljarða framhjá skiptum búsins. Með hækkun í hafi hverfa þeir inn í skattaparadísir aflandseyja og koma hvergi fram í hagtölum. Engir brauðmolar hrynja af borðum auðgreifanna. Slagorð Gylfa og félaga gætu verið: Stétt með stétt! Séra Jón má græða á daginn og grilla á kvöldin! Græðgi er góð! Ég mæli þó með skiltinu: Tortóla inn á hvert heimili!