Torsótt stjórnarskrá

Punktar

Umræður á píratavefnum um nýlega færslu mína „Stutta kjörtímabilið“ bendir til, að ströng verði leiðin að stjórnarskrá. Fyrst þarf nýtt þing að afgreiða skrána og síðan þarf kosningar og nýja afgreiðslu. Ef ferlið hefst eftir kosningarnar 2017, getur nýja stjórnarskráin tekið gildi í fyrsta lagi 2019. Eftir þann tíma er fyrst hægt að kjósa eftir nýju stjórnarskránni, kannski 2020 kannski síðar. Þetta er langt ferli og mun reyna á þolinmæði og úthald þjóðar. Íslendingar eru sízt þekktir fyrir slíkt. Allan tímann mun gráðugt auðræðið berjast um á hæl og hnakka. Mun beita milljörðum til að hindra, að auðræði verði breytt í lýðræði.