Torfastaðaheiði

Frá þjóðvegi 37 hjá Brúará um Torfastaðaheiði til þjóðvegar 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

Förum frá þjóðvegi 37 í Laugardal austan Brúarár og suður með ánni austanverðri að Syðri-Reykjum. Síðan suðaustur að Hveralæk og suður meðfram þjóðvegi 356 yfir Torfastaðaheiði að þjóðvegi 35 hjá Reykjavöllum í Biskupstungum.

8,2 km
Árnessýsla

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Kortavefur LH