Torfæru-brjálæðingar

Punktar

Ég sá hluta af eltingaleik löggunnar í þyrlu við ökumenn torfæruhjóla í Henglinum. Þótt löggan hafi tekið við sér, er rammi laganna lamaður í baráttunni við ferlega terrorista í náttúrunni. Réttast væri að banna þessi hjól alveg, setja að öðrum kosti á þau himinhá gjöld til að borga kostnað við eftirlit með varginum. Og hafa háar refsingar, þar á meðal fangelsisvist fyrir notkun óskráðra hjóla. Margir ökumanna torfæruhjóla eru brjálæðingar, sem ekki eiga heima í siðuðu þjóðfélagi. Lausagangur þeirra er gott dæmi um, að rangt er spakmælið um kerfiskarla okkar, að þeim sem guð gefi embætti gefi hann líka forstand.