Topkapi og Alhambra

Ferðir

.Bókasafnið í Topkapi

Hallir í heimi múslima bera af höllum í heimi kristinna. Víða í Evrópu minna konungshallir á íbúðablokkir, svo sem í Madrid, þar sem eru 2.800 herbergi. Þetta eru steinklumpar. Í Alhambra og Topkapi eru hallir hins vegar smáhýsi í garði, oft með bunulækjum. Í Topkapi eru sérhús bókasafns, fundarsalar, eldhúss, móttöku sendiherra og svo framvegis. Á milli eru fallegir garðar. Sonum eyðimerkurinnar þótti meira koma til gróðurs og vatnslinda heldur en grjóthauga. Í Japan eru hallirnar líka litlar í stórum garði. Hvorki hjá Japönum né múslimum tíðkast að fylla húsakynni sín með alls konar dóti.