Tölurnar hríðlækka

Punktar

Vísindavefurinn birtir nýjar tölur Hersis Sigurgeirssonar um misjafnan kostnað við helztu áfanga IceSave samninganna miðað við útkomuna. Nýjustu tölur segja, að Svavar I og II hefðu kostað ríkið 140 milljarða og Buchheit 46 milljarða. Ýmsar tæknivillur í eldri tölum hafa þá verið leiðréttar. Þó gera tölurnar enn ekki ráð fyrir líklegum mótaðgerðum ríkisins, sem hlytu þó að hafa orðið. Við vitum ekki, hvort tölurnar muni enn minnka. Ljóst er þó, að þær eru orðnar mun lægri en annar hrunkostnaður, sem ríkið varð fyrir. Svo sem vegna 300 milljarða gjaldþrots Seðlabankans og endurfjármögnunar bankans á kostnað ríkisins okkar.