Tobin-skattur í Evrópu

Punktar

Tobin-skatti eykst fylgi víðs vegar um Evrópu. Ráðamenn nokkurra ríkja vilja koma upp skatti á hreyfingar gjaldeyris. Skatturinn er rosalega lágur við hverja yfirfærslu, en hleðst upp við síendurteknar millifærslur. Skatturinn er kenndur við James Tobin, Nóbelsverðlaunahafa í hagfræði. Hefði hindrað áhlaup á gjaldmiðla, ef búið væri að innleiða hann. Innan Evrópusambandsins hafa Frakkland og Þýzkaland lagt til Tobin-skattinn, einnig Ítalía og Spánn, svo og Portúgal og Austurríki, Belgía og Finnland. Þarna er Bretland ekki á blaði, enda hefur ríkisstjórnin þar braskarana í City í heilagra manna tölu.