Tjóðrum vogunarsjóði

Punktar

Vogunarsjóðir eru eitt helzta böl Vesturlanda. Þeir sveiflast til og frá og færa fé sitt af minnsta tilefni. Furðulegustu hlaupafréttir verða tilefni hækkana eða lækkana á mörkuðum. Vonlaust er, að Vesturlönd láti taugaveiklað atferli sjóðanna stjórna lífi fólks til lengdar. Þess vegna ber stjórnvöldum Vesturlanda skylda til að sparka bönkum undan verndarvæng sínum. Bankar eiga ekki að hafa neina ríkisábyrgð og engar væntingar um opinbera aðstoð. Brýnt er, að vogunarsjóðir fari að tapa. Fjármálakreppan á Vesturlöndum á að koma niður á vogunarsjóðum, ekki á skattgreiðendum, velferðarþegum og almenningi.