Tími austurferða hafinn

Punktar

Á aldarfresti urðu hallæri á Íslandi og fólki fækkaði, síðast fyrir rúmri öld, á tíma vesturfara. Nú er hafinn nýr landflótti af þessu tagi, tími austurferða að þessu sinni. Noregur freistar fólks, sem hefur menntun eða dugnað til að lifa góðu lífi í mildu ríki. Harka frjálshyggjunnar hér á landi hentar ekki nema fáum ríkum. Aðrir berjast í bökkum, vilja geta alið upp börn og haft mat og húsnæði fyrir hóflega vinnu. Noregur kallar á þetta fólk. Mikil ásókn er í hjúkrunarfræðinga, vinnuvélafólk og marga fleiri. Frjálsborið fólk gefst að lokum upp á, að vera þrælar í ríki, sem sogar burt arðinn af auðlindum okkar.