Nokkrir kjörnir fulltrúar til ógilds stjórnlagaþings taki höndum saman um að búa til Nýtt Ísland. Búi til framboðslista til næstu alþingiskosninga. Langflestir kjörinna fulltrúa á hinu ógilta þingi eru betri en pólitíkusar fjórflokksins. Virkja þarf tugþúsundirnar, sem hafa gefizt upp á kerfinu. Hafa gefizt upp á löggjafar-, framkvæmda- og dómsvaldinu. Telja pólitíkusa ófæra um að læra af hruninu. Telja þá ófæra um að endurheimta auðlindirnar. Telja, að þjóðin þurfi að segja fjórflokknum stríð á hendur. Telja, að við þurfum að reka af okkur slyðruorðið. Telja okkur geta stjórnað málum okkar.
