Tilfinningaleysi

Veitingar

Mánudaga er lokað hjá Friðriki V, svo ég hrökklaðist inn á Durum neðar við Laugaveg. Fiskur dagsins var frystur og ofsteiktur á ofsasteiktum lauk með steiktum kartöflubátum og jöklasalati. Var alls ekki bragðvont, en að öðru leyti tilfinningalaus matreiðsla. Sama er að segja um tæra grænmetissúpu. Fiskurinn kostaði 1690 krónur og súpan 790. Staðfestir enn einu sinni, að dænerar og aðrir skyndibitastaðir bjóða svipað verð í hádeginu og landsins beztu matarhús. Raunar er gömul hefð benzínstöðva að stæla Holtið í verði. Kostar semsagt ekki krónu aukalega að hafa smekk fyrir mat í Reykjavík.