Til borðs með víkingum

Fjölmiðlun

Á síðustu áratugum hefur mótazt sú hefð, að alvörufjölmiðlar á Vesturlöndum borga sjálfir fyrir boðsferðir. Eða fara að öðrum kosti ekki í slíkar ferðir. Sannleiksnefnd alþingis sagði líka, að of náið samband fyrirtækja og blaðamanna hefði stuðlað að bankahruninu 2008. Ríkisútvarpið hafnaði nýlega boði um ferð til Washington á vegum Wow flugfélagsins og flugvallarins í Washington. Aðrir þáðu boðið, 365 miðlar, Mogginn, DV, Viðskiptablaðið og Kjarninn. Teljast því ekki alvöru fjölmiðlar samkvæmt skilgreiningunni. Ekki sæmir blaðamönnum að sitja til borðs með útrásarvíkingum, hvort sem snætt er gull eða spaghetti.