Þýzka skiptigengisleiðin

Punktar

Þegar Þýzkaland var í rúst eftir stríð og ríkismarkið verðlaust, var skipt um mynt. Þeir, sem áttu lítið fé í bönkum, fengu nýtt mark fyrir hvert gamalt. Þeir fengu minna, sem áttu meira. Og þeir ríkustu fengu bara lítið brot fyrir sínar eignir. Hér eru menn að fatta, að krónan er ónýt, með fræga snjóhengju hrægammasjóða yfir sér. Flotgengisleið mundi féfletta alla jafnt og þannig sliga almenning. Mundi rústa fylgi flokkanna. Skiptigengisleið Þjóðverja var farsæl. Í pólitískri friðsemi fleytti hún þjóðinni úr eymdinni. Hún er eina leiðin, sem kemur hér til greina, þegar menn neyðast til að kasta krónunni.