Þýzka leiðin bezt

Punktar

Thomas Piketty hagfræðingur notar aldagömul hagskjöl Breta, Frakka og Þjóðverja til að finna efnahagsferli þjóðanna um aldir alda. Þjóðinar hafa átt brokkgengt ferli með styrjöldum, eyðileggingu og kreppum. Þær hafa líka síðustu áratugina búið við misjöfn trúarbrögð í efnahagsmálum. Bretar fylgdu einkarekstrarstefnu Bandaríkjanna. Frakkar beittu ríkisrekstri í risafyrirtækjum. Þjóðverjar ákváðu, að gerðir fyrirtækja vörðuðu hagsmuni starfsfólks, neytenda og ríkisins. Þessir aðilar tóku sæti í stjórn einkafyrirtækja. Niðurstaðan var söm í öllum tilvikum. Þjóðverjar fóru þó mildar út úr kreppunni fyrir tíu árum og eru aflvél Evrópu.