Þýzk-frönsk fyrirmynd

Punktar

Þýzkaland og Frakkland hafa tekið við af Norðurlöndum sem fyrirmyndarríki okkar tíma, hvort með sínum hætti. Báðum þessum ríkjum hefur tekizt að bræða saman markaðshyggju og félagshyggju. Upphafið af þessum bræðingi má rekja til Ludwig Erhard, er var efnahagsráðherra Adenauer og síðar kanzlari Þýzkalands. Frakkar eru að því leyti sérstæðir, að þeir nota velmegunina til að gera vel við sig í mat og öðrum lífsnautnum. Þjóðverjar eru að því leyti sérstæðir, að þeir leggja velmegunina fyrir til hugsanlega magurra ára. Ég held, að meðalvegur af þessu tvennu væri farsælli en öfga-græðgisstefna íslenzku ríkisstjórnarflokkanna.