Þyrlurnar fara

Punktar

Þá er herinn loks að fara, enda langt síðan Sovétríkin lögðu upp laupana. Þoturnar og þyrlurnar fara í síðasta lagi í september. Þetta eru mestu tímamót eftirstríðsáranna, því ekkert mál hefur sundrað þjóðinni eins og þetta. Brottförin stríðir gegn drýgindalegum yfirlýsingum Davíðs og Halldórs, sem hafa gortað af fínu sambandi við Washington, þar sem þeir hafi náð eyra George W. Bush. Annað hvort eru Davíð og Halldór ekki nógu greindir eða að þeir hafa látið bjartsýnina hlaupa með sig í gönur. Eða þá að þeir hafa bara verið að ljúga að okkur.