Nýjasta fréttin af þrælahaldi stórmarkaða er lesendabréf unglings, sem segist ekki hafa fengið að fara á klósettið í fimm daga vegna vinnuhörku hjá Krónunni. Dásamlegt er svar, undirritað af tólf verzlunarstjórum hennar, þar sem þeir bulla um göfug markmið sín og fyrirtækisins, en forðast að taka afstöðu til málsins, sem er til umræðu. Málið fjallar um, hvað þeir gerðu, ekki hvað þeir séu góðviljaðir. Yfirlýsing Krónunnar í klósettmálinu er greinilega framleidd af spunakerlingum, sem reyna að þyrla upp þoku í vondu þrælamáli.