Línuhönnun er nú að mylja niður hrafntinnuna, sem björgunarsveitir á Suðurlandi stálu í Hrafntinnuskeri í haust að undirlagi Þjóðleikhússins. Ráðamenn þess ímynda sér, að það muni laga stöðu þess í þjóðarsálinni að makað verði á það sjaldgæfri hrafntinnu á fimmtíu ára fresti. Meðsek Þjóðleikhúsinu eru Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið, sem bera nöfn að hætti skáldsögunnar 1984 eftir George Orwell. Í sumar verður þýfinu makað á leikhúsið, því til ævarandi háðungar. Ekki dettur mér í hug að horfa þar á sviðsverk framvegis. Húsið verður að tapa á öðrum en mér.
